sunnudagur, 8. febrúar 2009

Vaknirðu með bauga undir augum eftir reykingar gærdagsins elskan mín þá er bara eitt í stöðunni. Vökvaðu morgunsárið með sítrónuvatni. Spíttu steinunum í vaskinn og myndaðu stafarugl úr orðum þeim sem standa hjarta þínu næst; ksana, skela, atha, angla ... þannig fer nýr dagur um þig mjúkum höndum, í óbeinni útsendingu frá ratsjárstöð á afskekktu fjalli. Kveiktu á sjónvarpinu og virtu fyrir þér snjókomuna á skjánum. Skelltu svo á eftir þér hurðinni þegar þú mætir alvöru veðri. Njóttu samanburðarins. Hlauptu upp hvíta hlíð mót svörtum hömrum þangað til þig verkjar í lungun. Kastaðu þér í jörðina. Snúðu þér á bakið og gleyptu himininn í einum bita.

1 ummæli:

Ásta sagði...

datt hér inn snemma morguns einn haustdag í borg langt í burtu.
og ég ætla prófa þetta allt,
takk fyrir gullmoloana elsku Helga.......... Á