fimmtudagur, 11. október 2007

i botn!

Skál fyrir þér Doris mín.
Mikið var...

þriðjudagur, 9. október 2007

ostemad

Regl nr. 1:
Naar man er trist saa skal man ikke snakke om triste ting, det bliver saadan lidt som ost oven paa ostemad.

margvísleg merking bakgarða

We are all here to relieve the suffering of others
not control them
so deal with your own issues
don´t blame
don´t bitch and moan
and keep reaching out
people love you
believe it or not!

Er ekki upphaf nýrrar viku góður tími til að sá fræjum sem þessum?
(Á íslensku útleggst þetta líklega sem "haltu þig á mottunni!")

laugardagur, 6. október 2007

kotilettur

Tilveran óneitanlega tómlegri á pabbavikum. Sérstaklega fyrstu dagana sem eru seigfljótandi andskotar. Vel meinandi frænka birtist með plastpoka fullan af heimaslátruðum kótilettum á síðasta snúningi. Gapandi kjötpoki á eldhúsborði. Magnar upp einsemdina þessi déskoti. Gott ef hann hlær ekki hrossahlátri, hahaha! Best að fá sér að reykja. Kompaní í því. Maður getur sossum ráðist til atlögu en þá verður að velja hæsta tindinn, ógurlegasta skrímslið, mestu líkurnar á sigri þar. Ráðast á kjötfjallið með kjafti og klóm. Marínera kótilettur og elda fyrir ímyndaða gesti. Lesa smá í Ógleðinni hans Sartres, nóg af kjötskrokkum þar. Fara síðan í bíó, ein á laugardagskvöldi. Jájá, sossum áskorun í því. En neinei, hvaða vitleysa. Caprí skilur þig aldrei eftir eina. Og hurru! Er ekki púrtvínsflaska í hornskápnum? Svo er lambakjöt alltaf gott daginn eftir, með góðri sósu og svona. Mig langar til útlanda.

fimmtudagur, 4. október 2007

einu sinni api...

"Ég er maður og það er nóg til að láta sér líða illa".
Þannig komst enskur rugludallur og kirkjugarðsskáld að orði.
Meiri vitleysan.
Einu sinni api, ávalt api....

miðvikudagur, 3. október 2007


Þessa dagana eru það haustlitirnir sem rúla. Svo hlý þessi gulu og rauðu blöð. Velkominn október.

mánudagur, 1. október 2007

lög og regla

Leikfimikennarinn minn er húmoristi. Ekki sem verst að eyða hádeginu í að gera "maga, rass og læri" við undrleik djúpra radda Lögreglukórsins.