sunnudagur, 13. desember 2009
Fagnaðarerindi (eða- Laufabrauð með smjöri)
Saman eru laufabrauð og jólaöl hinn ágætasti árbítur, sérstaklega við undirleik kirkjuklukknanna hvers hljómur berst mér úr guðshúsinu handan við skólann. Á milli sopa spái ég í rannsóknir og skýrslur. Á meðan smjörið bráðnar á tungunni velti ég fyrir mér mistökum og líkömum og yfrlýsingum um óhreinindi. Sykursjokkið vofir yfir og ég held áfram að sötra og bryðja og kjammsa og pikka í lyklaborðið með kámugum fingrum. Síðan tek ég dramatíska pásu. Þannig varðveiti ég stóískt hugarflug fræðimannsins. Klukknahljómurinn hækkar og ég neyðist til að líta upp þegar vængjuð vera hamast hvað af tekur í brjósti mínu og brýtur sér að lokum leið út - um bringuna að ég held. Á meðan ég horfi á eftir hvítum vængjum fljúga niður Holtsgötuna, í átt að sjónum, get ég ekki annað en brosað út í annað því ég veit - að þeta blessast...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli