föstudagur, 18. desember 2009

Moldvarpa (grefur sér gröf?)

Ég ætla að vera moldvarpa það sem eftir er dags. Trúgjörn moldvarpa sem hefur ákveðið með sjálfri sér að súkkulaðirúsínur og jólaöl muni gera trikkið. Trúgjörn moldvarpa sem verður fyrir vonbrigðum þegar hún kemst að því að þótt súkkulaði sé sagt gott fyrir heilann þá skrifar það ekki þrjátíu síður kviss bang búmm! En dagurinn var fallegur ójá. Héluð tún og gylltar tjarnir nononoh! Eftir að hafa brýnt raustina og skellt hurð þannig að dyrabjallan datt af karminum arkaði ég niður í bæ og eftir því sem meira blasti við mér af þessum fallega degi - því meira bráði af mér. En nú er ég sumsé komin heim og hugtökin eru óskýr og klessuleg eins og leirinn hennar Franzisku þegar hún er búin að hnoða einn stóran bolta úr ótal lengjum sem upprunalega höfðu sinn litinn hver. Það er hægara gert en sagt að rekja upp akkúrat svona hnykil. Rauður er tilvistarstefnan, grænn er þekkingarfræði, gulur er fyrirbærafræði - en sama hvað ég puða í glímunni við þennan kámuga hlunk þar sem allir litir renna saman og mynda sækadelíska óreiðu. Ómægod, ég veit þú ert ekki dauður.

Engin ummæli: