laugardagur, 27. desember 2008

fimmtudagur, 18. desember 2008


flétta músastiga úr fortíðinni
fá sér hveitiköku
og hugsa um appelsín

klifra síðan upp á háaloft
og finna gamalt skraut
í skóinn

þriðjudagur, 9. desember 2008

fimmtudagur, 4. desember 2008

já elskurnar
það ríkir stríðsástand í Reykjavík
ómurinn af röddum reiðra
berst um Þingholtin
um Vesturbæinn
sérstaklega á laugardögum
og stundum á mánudögum
og þess á milli má hlusta á
skæruhernað þeirra Víðsjárgutta í Efstaleiti
enn beittari en áður

allt er beittara en áður

manneskjutetrin
sem langaði svo lengi að slá í borð
og stappa niður fæti
og segja hingað og ekki lengra
meira að segja þau (við)
erum farin að hrópa
fylkja liðið
og bera spjöld

"Mamma, ekki fara með mig á mótmælin"
"jú, elskan mín. Það er gott að mótmæla"

fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir ungdóminn
ekkert annað í stöðunni

Jebbs,
þetta er Ísland í dag

miðvikudagur, 3. desember 2008

úr grænum hægindastól,
appelsínugulri slæðu
og borðstofustól með leðursetu
hefur Franziska byggt sér lítið hús
inni í því er gul og kringlótt motta
sem á eru teiknaðir spilafætur
ofan á mottunni
og undir slæðuþakinu
liggur sængin hennar hvíta
í sömu stellingu og á sunnudaginn
þegar hún fór til pabba síns

ég tími ekki að hrófla við þessu listaverki
sem smækkar fjarvist hennar
heldur tipla ég um íbúðina
stússast í notalegheitum
og finnst hún vera hér enn
hlý og brosandi
undir sænginni

litli simpansa unginn minn

you are my sister
and I love you
may all your dreams
come true