mánudagur, 28. júlí 2008

sigli bara út á þennan sjó
með lokuð augun
himininn svartur
vinaleg útgáfa
af FUGLUM
Hitchcock's
ljúfustu grey
þessir lundar
Mugison var annars æði
kúl að hafa tvo trommara
og nú dansar Sjonni lokadansinn
við þurfum að koma okkur heim
í þessari úrhellisrigngingunn
en ég kann svo lítið á tölvur
og þið verðið að fletta henni upp þessari;
LE RITA MITSOUKO
elskurnar

þriðjudagur, 22. júlí 2008

mánudagur, 14. júlí 2008

skakklappaðist upp brekkuna í rigningu og bölvaði sjálfri mér fyrir að hafa afhjúpað skotið á þennan aulalega hátt í staðinn fyrir að brosa kankvís og sjálfsörugg og bjóðast til að gerast bílstjóri í mögulegri pílagrímsferð þinni um Melrakkasléttu

fimmtudagur, 10. júlí 2008

og farsíminn flaug í sjóinn
liggur nú í skötulíki
á botni Atlantshafs
og deilir mis-svæsinni fortíð eiganda síns
með krossfiskum
og öðrum djöflum

fimmtudagur, 3. júlí 2008

Sátum undir súð og og hann leit út undan gleraugunum og sagði "ég hélt alltaf að þú yrðir leikkona".

En nú sigli ég um sæinn upp á dag hvern. Veit ekkert hvað hann gerir þessi gleraugnaglámur, man ekki einu sinni hvað hann heitir.

Lundinn er lítill og vitiði bara hvað! Hann skiptir um ham, alveg eins og snákar. Eða allt að því, allavega alveg eins og rjúpan. Ekki eins auðvelt að spotta þessa litlu skratta á veturna, því þá dulbúast þeir og fara í felur.

Því þannig er það nú einu sinni elskurnar mínar að við erum dálítið eins og lundinn. Við erum röndótt en stundum staðföst (lundin er einkvænisfugl) og auðvitað erum við ekki öll þar sem við erum séð. Ég geri ráð fyrir að það eigi við um okkur öll...