sunnudagur, 22. ágúst 2010

Tove Janson á átti eyju og bát. Hún átti líka svartan kött og kærustu sem reykti eins og strompur. Þökk sé sænska ríkissjónvarpinu hef ég horft á Tove dansa við kött, inni í kofa á lítilli eyju. Íslendingar eiga sér sína Tove og ég veit hver það er, liggaliggalálá! En þetta veit ég ekki: Hvað hét kötturinn hennar og hvaða sígarettutegund reykti kærastan hennar?

mánudagur, 16. ágúst 2010

Ég er ekki byrjuð að steikja, ekki einu sinni búin að henda í deigið, er rétt farin að
leiða hugann að því að láta loksins verða af því að baka þessa blessuðu ástarpunga, þegar herbergið fyllist af daufri angan af steikingarfeiti og ég velti því fyrir mér hvort að lamma mín heitin sé gengin aftur. Les eftirfarandi í handskrifaðri uppskriftabók:

Ef feitin er heit þá brenna ástarpungarnir að utan en verða hráir í miðjunni.

miðvikudagur, 24. mars 2010

Monkfish

Hún: Heyrðu, þetta gengur ekki. / Hann: Ha? Hvað meinarðu? / Hún: Þetta er búið. / Hann: Hvað gerði ég vitlaust? / Hún: Sko, þú ert frábær að mörgu leiti, sexy, góður í rúminu ... gefandi ... þú gerir margt rétt ... vantar kannski stundum dáldið upp á húmorinn ... en þetta með skötuselinn var kornið sem fyllti mælinn. / Hann: Ha? Þetta með skötuselinn?! En þú verður að sýna smá samstarfsvilja! / Hún: (ákvðeðið) Nei, SKÖTUSELUR! (fer)

miðvikudagur, 17. mars 2010

Kaffi á brúsa. Kona í bás. Glíman við Exel.

miðvikudagur, 3. mars 2010

sunnudagur, 24. janúar 2010

Það var hann afi minn sem kenndi mér að standa á haus. Þá var hann kominn fram yfir sextugt. "Þú þarft bara að ímynda þér að þú sért þriggja fóta kollur, þannig finnurðu jafnvægið..." Svo lék hann fyrir mig þriggja fóta koll á gólfinu í sparistofunni á Hvilft, við hliðina á gamla sófanum með bogadregna bakinu sem fannst í fjörunni í fyrndinni - eftir að heldri manna skip frá Noregi hafði strandað í firðinum. Ég æfði mig frameftir degi, á meðan afi fór aftur út í skemmu að stússa. Seinni partinn var ég svo búin að mastera kollinn og við endurtókum leikinn ... saman á teppalögðu sparistofugólfinu. Þannig var hann afi minn.

Bíbí

dvelur sig nú og felur í þröngum firði þar sem geislarnir sleikja hlíðarnar enn sem komið er. Þannig vinna fjöllin og sólin saman og gera íbúunum viðvart svo þeir nái að setja upp sólgleraugun í tæka tíð því eldhnötturinn birtist í næstu viku og þá er eins gott að vera viðbúin.

fimmtudagur, 14. janúar 2010

mánudagur, 11. janúar 2010

Yfirlýsing




Ég hef ákveðið að hefja björgun á eigin skinni, hætta að hlusta á fréttir og einbeita mér í staðinn að hinu glaða og fagra.