fimmtudagur, 15. janúar 2009

í þessum firði
er veröldin blá
á morgnanna
og kvöldin

bleik og gul á daginn

ég veit af sólinni
handan við brattann
og þegar ég lít til hægri
blasa við svartir hamrar

fór í blokk
í brekku
drakk kaffi
og reykti á svölum
labbaði um bæinn

kom heim og kveikti á útvarpinu
þrumuræða Eiríks
í bland við Bubba
kallar fram minningar
úr litlu þorpi
1987

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er svo gott fyrir hjartað að lesa línurnar þínar fyrir svefninn.
hlakka til að heyra hvernig gengur með unga fólkið
þín
jósa