fimmtudagur, 27. nóvember 2008

held hún sé að fara að skipta um ham
skottan sú
óumflýjanleg örlög sporðdrekans
sem vill losna við allt
henda selja gefa
sófasettið frá ömmu vínilplötur barnaleikföng borðdúka bókahillur
föt sem bera í sér skorpnar húðflögur
líkamlegar leifar hins liðna
súrt og sætt og allt það ...

skrifar nótur á blað úr hreistri sem hún skefur undan nöglunum
ný stelpa sem sönglar nýtt lag

uppáhalds orðið mitt er "já".