Í fjarverunni býr kynþokki
kannski gefur hún líf
fimmtudagur, 17. mars 2011
Dirrindí
Þetta er gott:
marr í snjó og frostbitnar kinnar, kuldi sem þyrlar upp rykinu sem liggur eins og þykkt ullarteppi yfir sofandi huga, heilasellur sem vakna af vetrardvala, vorið í hjartanu.
marr í snjó og frostbitnar kinnar, kuldi sem þyrlar upp rykinu sem liggur eins og þykkt ullarteppi yfir sofandi huga, heilasellur sem vakna af vetrardvala, vorið í hjartanu.
laugardagur, 5. febrúar 2011
Þegar að maður á mann sem situr einmitt þessa stundina í lest í öðru landi, er fátt annað að gera en að búa til lista yfir þær gjörðir og athafnir sem fylla tímarúmið í Vesturbænum þessar þrjár vikur sem hann mun vakna í útlenskri sveit:
a) láta sig dreyma um útsýnið úr lestinni.
b) fara í nýja fótboltaskó og þvo upp úr nýja vaskinum í eldhúsinu.
c) lyfta sér á kreik með öðrum elskum (= vinkonum).
d) dekra við dætur.
e) dansa við dætur.
f) borða afmælistertu með mömmu sinni.
g) arka niður í hús við Tjörn og sjá þar leikrit um Súldarsker.
á nóttunni ætla ég líka að ferðast til Evrópu, sitja í lest og leyfa útsýninu að hreinsa gáttir hugans. Grængrængræn eru trén í breskri sveit.....
a) láta sig dreyma um útsýnið úr lestinni.
b) fara í nýja fótboltaskó og þvo upp úr nýja vaskinum í eldhúsinu.
c) lyfta sér á kreik með öðrum elskum (= vinkonum).
d) dekra við dætur.
e) dansa við dætur.
f) borða afmælistertu með mömmu sinni.
g) arka niður í hús við Tjörn og sjá þar leikrit um Súldarsker.
á nóttunni ætla ég líka að ferðast til Evrópu, sitja í lest og leyfa útsýninu að hreinsa gáttir hugans. Grængrængræn eru trén í breskri sveit.....
sunnudagur, 22. ágúst 2010
Tove Janson á átti eyju og bát. Hún átti líka svartan kött og kærustu sem reykti eins og strompur. Þökk sé sænska ríkissjónvarpinu hef ég horft á Tove dansa við kött, inni í kofa á lítilli eyju. Íslendingar eiga sér sína Tove og ég veit hver það er, liggaliggalálá! En þetta veit ég ekki: Hvað hét kötturinn hennar og hvaða sígarettutegund reykti kærastan hennar?
mánudagur, 16. ágúst 2010
Ég er ekki byrjuð að steikja, ekki einu sinni búin að henda í deigið, er rétt farin að
leiða hugann að því að láta loksins verða af því að baka þessa blessuðu ástarpunga, þegar herbergið fyllist af daufri angan af steikingarfeiti og ég velti því fyrir mér hvort að lamma mín heitin sé gengin aftur. Les eftirfarandi í handskrifaðri uppskriftabók:
Ef feitin er heit þá brenna ástarpungarnir að utan en verða hráir í miðjunni.
leiða hugann að því að láta loksins verða af því að baka þessa blessuðu ástarpunga, þegar herbergið fyllist af daufri angan af steikingarfeiti og ég velti því fyrir mér hvort að lamma mín heitin sé gengin aftur. Les eftirfarandi í handskrifaðri uppskriftabók:
Ef feitin er heit þá brenna ástarpungarnir að utan en verða hráir í miðjunni.
miðvikudagur, 24. mars 2010
Monkfish
Hún: Heyrðu, þetta gengur ekki. / Hann: Ha? Hvað meinarðu? / Hún: Þetta er búið. / Hann: Hvað gerði ég vitlaust? / Hún: Sko, þú ert frábær að mörgu leiti, sexy, góður í rúminu ... gefandi ... þú gerir margt rétt ... vantar kannski stundum dáldið upp á húmorinn ... en þetta með skötuselinn var kornið sem fyllti mælinn. / Hann: Ha? Þetta með skötuselinn?! En þú verður að sýna smá samstarfsvilja! / Hún: (ákvðeðið) Nei, SKÖTUSELUR! (fer)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)