fimmtudagur, 31. janúar 2008

Helvítis harðjaxlinn brotnaði í tvennt og nú glittir í silfrið. Rotinn niður í rót skrattinn sá. Best að gerast bara sjóræningjamamma, fá sér staurfót og arka bölvandi um bæinn, glenna ginið og ógna með gulltönn eins og gömul og harðsvíruð forysturolla.

þriðjudagur, 29. janúar 2008

ekki ekki

Það ku vera móðins á meðal ungra og gáfaðra að gerast yfirlýstir "ekki-bloggarar". Snúum upp á það og gerumst framúrstefnulegar og yfrlýstar "ekki-ekki-bloggarar". Tilveran samt dáldið undirlýst nú um mundir...

mánudagur, 28. janúar 2008

tsjutsjuuu...!

Ó að þessi hryllingsvika hafi bara verið stök bára, kroppurinn er orðin svo lúinn af því að hlaupa á veggi, stendur ekki af sér fleiri bylgjur í bili. Zizek hlær að öllu saman en ég vil bara búa inni í húfunni minni. Bót í máli að vera ekki fótbrotin. Hef sumsé reynt það á eigin skinni að sigurglaðir Sjálfstæðismenn í bland við Elvis-sveiflu á rúmgóðu eldhúsgólfi er afar áhættusamur kokteill... Slysavarðstofan er ekki kósý staður en þar hafa hins vega allir farið á námskeið í góðum samskiptum og lært að segja "gangi þér vel!" í kveðjuskyni. Það verður gott að komast aftur í þennan heim einhvern timan á næstunni, aaaaaahhhtsjúúúúhhhh!

miðvikudagur, 23. janúar 2008

ha,ha! allir að fara hér niður og til hægri og smella á "aujukall", þar eru svo fínar myndir af uppvakningum ásamt nokkrum af hinum ótal mörgu mönnum sem þiggja borgarstjóralaun um þessar mundir!

sunnudagur, 20. janúar 2008

ég finn þennan líka sterka ilm af breytingum - á hverju horni ...
Það eru svei mér þá helgispjöll að fara í Ikea á sunnudegi