sunnudagur, 22. ágúst 2010

Tove Janson á átti eyju og bát. Hún átti líka svartan kött og kærustu sem reykti eins og strompur. Þökk sé sænska ríkissjónvarpinu hef ég horft á Tove dansa við kött, inni í kofa á lítilli eyju. Íslendingar eiga sér sína Tove og ég veit hver það er, liggaliggalálá! En þetta veit ég ekki: Hvað hét kötturinn hennar og hvaða sígarettutegund reykti kærastan hennar?

mánudagur, 16. ágúst 2010

Ég er ekki byrjuð að steikja, ekki einu sinni búin að henda í deigið, er rétt farin að
leiða hugann að því að láta loksins verða af því að baka þessa blessuðu ástarpunga, þegar herbergið fyllist af daufri angan af steikingarfeiti og ég velti því fyrir mér hvort að lamma mín heitin sé gengin aftur. Les eftirfarandi í handskrifaðri uppskriftabók:

Ef feitin er heit þá brenna ástarpungarnir að utan en verða hráir í miðjunni.