þriðjudagur, 24. nóvember 2009

jarðbundin bæn


Móðir vor
þú sem ert á jörðu
helgist þitt nafn
til komi þitt ríki
verði þinn vilji

AMEN

sunnudagur, 8. nóvember 2009


"Mamma, hvað er fundarskrá? Mamma, hvað er iðrun? Mamma, hvað er að spekúlera? Mamma er ekki ljótt að segja úti í rassgati?"
Ég bý með ketti, karlmanni, kontrabassa og ... upprennandi vísindamanni sem geymir fiskhausa í krukku og kallar nafnið á bestu vinkonu sinni upp úr svefni. "Urður! Urður!"

miðvikudagur, 4. nóvember 2009