sunnudagur, 10. maí 2009

Fylli íbúðina af hvítum lökum og þakka fyrir mig. Tími ekki að hrófla við marglitum kreppappír sem þekur sófann enda sakna ég litlu handanna sem rifu hann niður og röðuðu bútunum samviskusamlega um stofuna. Opna kassa og loka kössum. Opna fleiri kassa og loka þeim jafn óðum. Líkaminn ræður ekki við skipulagða samvinnu. Heilinn gefur skipandir, hendurnar hlýða ekki og loka. Lok og stál og allt í plati. Reyni við pokana. Losa um hnúta en bind þá aftur. Uss uss segir hausin, hvursu hvursu stúlkukind? Ætlarðu að búa í pappakassa það sem eftir er ævinnar?! Hann á líka erfitt með samvinnu, hausinn. Þusar bara og skammast. Hvað gera bændur þá? Bíta gras? Man eftir grasi, man eftir söng og man líka sjóinn. Nú er hausinn allur að koma til og gott ef hann er ekki farinn að strjúka el corason um vangann. Skyldum við vera á réttir leið? Reynum aftur...