föstudagur, 10. apríl 2009

Fyrir utan gluggann minn

Veðrið er svona líka gott
og sólin er svona líka hátt á lofti
Það er vor
og auðvitað ætti ég að skella mér í göngutúr
í vorinu
í sólinni
hjá sjónum
en ég get ekki verið ein
ekki núna
í staðinn slekk ég á veðurfréttunum
og sker epli með bitlausum hníf
sneiði
hjá tilverunni fyrir utan
og bíð eftir því að eldingu slá niður
dagurinn byrjaði reyndar í sundi
i sundbol fléttuðum úr birkigreinum
sem báru óþroskaða brumknappa

(K.Ó.)
Ef þú sléttir úr dúk hermir þú eftir Guði
Ef þú leggur á borð fyrir þig eina hermir þú eftir Guði

(Kristín Ómarsdóttir)