Þegar að maður á mann sem situr einmitt þessa stundina í lest í öðru landi, er fátt annað að gera en að búa til lista yfir þær gjörðir og athafnir sem fylla tímarúmið í Vesturbænum þessar þrjár vikur sem hann mun vakna í útlenskri sveit:
a) láta sig dreyma um útsýnið úr lestinni.
b) fara í nýja fótboltaskó og þvo upp úr nýja vaskinum í eldhúsinu.
c) lyfta sér á kreik með öðrum elskum (= vinkonum).
d) dekra við dætur.
e) dansa við dætur.
f) borða afmælistertu með mömmu sinni.
g) arka niður í hús við Tjörn og sjá þar leikrit um Súldarsker.
á nóttunni ætla ég líka að ferðast til Evrópu, sitja í lest og leyfa útsýninu að hreinsa gáttir hugans. Grængrængræn eru trén í breskri sveit.....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)