mánudagur, 17. október 2011

rugla sat á kvisti
átti krónu og missti
ein tvær þrjár
nú er hart í ár
-i

föstudagur, 2. september 2011

fimmtudagur, 1. september 2011

föstudagur, 17. júní 2011

fimmtudagur, 12. maí 2011

Dancing in da Underground

Þetta gerir fólk
bara sí svona
í Barcelona

Þegar himininn er svona heiður og blár
fer ég að hugsa um heimsendi
síðan helli ég upp á útlenskan grasadrykk
minni mig á takmörkun valdsins
og hugsa með mér
að allt hafi sinn tíma.

þriðjudagur, 19. apríl 2011

fimmtudagur, 17. mars 2011

Í fjarverunni býr kynþokki

kannski gefur hún líf

Dirrindí

Þetta er gott:
marr í snjó og frostbitnar kinnar, kuldi sem þyrlar upp rykinu sem liggur eins og þykkt ullarteppi yfir sofandi huga, heilasellur sem vakna af vetrardvala, vorið í hjartanu.

laugardagur, 5. febrúar 2011

Þegar að maður á mann sem situr einmitt þessa stundina í lest í öðru landi, er fátt annað að gera en að búa til lista yfir þær gjörðir og athafnir sem fylla tímarúmið í Vesturbænum þessar þrjár vikur sem hann mun vakna í útlenskri sveit:

a) láta sig dreyma um útsýnið úr lestinni.
b) fara í nýja fótboltaskó og þvo upp úr nýja vaskinum í eldhúsinu.
c) lyfta sér á kreik með öðrum elskum (= vinkonum).
d) dekra við dætur.
e) dansa við dætur.
f) borða afmælistertu með mömmu sinni.
g) arka niður í hús við Tjörn og sjá þar leikrit um Súldarsker.

á nóttunni ætla ég líka að ferðast til Evrópu, sitja í lest og leyfa útsýninu að hreinsa gáttir hugans. Grængrængræn eru trén í breskri sveit.....