þriðjudagur, 17. febrúar 2009
sunnudagur, 8. febrúar 2009
Þetta var eftirminnilegur dráttur! gólar hann kotroskinn, maðurinn með grímuna og græna hattinn. Með skjálfta í kroppnum öllum halla ég mér fram og miða af veikum mætti á hvítt postulínið. Blóðugt slím neitar að skilja sig frá upphafsstað sínum og ég sit í sömu stellingunni, dofin og bogin yfir vaskinum eins og dýr í taumi. Að lokum kemur kona klædd hvítum buxum og blárri mussu og aumkar sér yfir mig. Hún réttir mér tissjú og færir mér vatn. Þegar hún tekur við tómu glasinu greini ég í augum hennar skilningsríkt bros.
Í garðinum er hola. Þegar ég halla mér aftur í stólnum og gjóa augunum til vinstri sé ég hann liggja í blóði sínu, í tveimur hlutum. Andvana á grænum bakka, vinur minn jaxlinn. "Svona var hann þá klofinn" huxa ég með mér, "líkur mömmu sinni, þessi elska..."
Í garðinum er hola. Þegar ég halla mér aftur í stólnum og gjóa augunum til vinstri sé ég hann liggja í blóði sínu, í tveimur hlutum. Andvana á grænum bakka, vinur minn jaxlinn. "Svona var hann þá klofinn" huxa ég með mér, "líkur mömmu sinni, þessi elska..."
Vaknirðu með bauga undir augum eftir reykingar gærdagsins elskan mín þá er bara eitt í stöðunni. Vökvaðu morgunsárið með sítrónuvatni. Spíttu steinunum í vaskinn og myndaðu stafarugl úr orðum þeim sem standa hjarta þínu næst; ksana, skela, atha, angla ... þannig fer nýr dagur um þig mjúkum höndum, í óbeinni útsendingu frá ratsjárstöð á afskekktu fjalli. Kveiktu á sjónvarpinu og virtu fyrir þér snjókomuna á skjánum. Skelltu svo á eftir þér hurðinni þegar þú mætir alvöru veðri. Njóttu samanburðarins. Hlauptu upp hvíta hlíð mót svörtum hömrum þangað til þig verkjar í lungun. Kastaðu þér í jörðina. Snúðu þér á bakið og gleyptu himininn í einum bita.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)