Svei mér þá ef fjörðurinn stóð ekki í ljósum logum í gærkvöldi. Himininn og fjöllin og allt heila klabbið. Eldrautt bara. Og í útlandaborg horfði lítil vera á eldgleypi. Sagði að sig langaði líka í skóla að læra "svona sjúddíley!". Hún er víst líka búin að fara í dýragarðinn þessi elska.
Hvernig skyldi lífið annars vera á baðströndum í Búlgaríu? Geri ráð fyrir að himininn þar sé sami og hér. Svo lengi sem ekki rignir...
þriðjudagur, 24. júlí 2007
mánudagur, 23. júlí 2007
bakpoki
Einhvern vegin var orðið of þröngt í höllinni hvítu og þungbúin ský lúrðu við sjóndeildarhringinn. Þrúgandi. Sturtaði úr gömlum bakpoka. Á grænum svefnsófa lágu vetrarföt á víð og dreif: blá lambúshetta, vettlingar með gati, nokkur sjöl og treflar. Sópaði þessu út í horn og fyllti bakpokann af því allra nauðsynlegasta: aukapari af gallabuxum, barcelónsku bíkiníi, hvítvínsflösku og glænýju og rándýru undrakremi. Við, akkúrat þessi bakpoki og ég, höfum brallað margt saman. Ferðalög til Hvítarússlands og Nepals að ógleymdri Hornstrandagöngu. "Ekki bonda of mikið við hluti" segir vinkonan. En þetta gerðist bara óvart. Hann var um kyrrt, "stóð alltaf við bakið á mér" á meðan aðrir komu og fóru, á meðan ég kom og fór. Og hér erum við nú, tilbúin í slaginn. Til Stykkishólms skal haldið!
Þegar við lendum þar, rykug upp fyrir haus, ég og Ventoinn minn kæri vin, fáum við rauðvín, osta og óborganlegt kompaní konu með postulínshúð og undurfallegar freknur. Í íbúðinni hennar er allt nýtt og í fyrsta skipti á ævinni finnst mér ég geta vanist svoleiðis lúxus. Ó jeah! Glæný blöndunartæki, glænýtt parkett og glæný plastlykt allt umvefjandi, nú í bland við ilminn af Capri auðvitað... Hún er svo grönn og limalöng þessi kona að Capri fer fáum jafn vel. Og útsýnið, ekkert málverk toppar þetta look, svona líka fagmannlega rammað inn.
Þegar við lendum þar, rykug upp fyrir haus, ég og Ventoinn minn kæri vin, fáum við rauðvín, osta og óborganlegt kompaní konu með postulínshúð og undurfallegar freknur. Í íbúðinni hennar er allt nýtt og í fyrsta skipti á ævinni finnst mér ég geta vanist svoleiðis lúxus. Ó jeah! Glæný blöndunartæki, glænýtt parkett og glæný plastlykt allt umvefjandi, nú í bland við ilminn af Capri auðvitað... Hún er svo grönn og limalöng þessi kona að Capri fer fáum jafn vel. Og útsýnið, ekkert málverk toppar þetta look, svona líka fagmannlega rammað inn.
sunnudagur, 15. júlí 2007
14. júlí
14. júlí endaði sannarlega á óvæntan hátt svo ekki sé meira sagt. Svo ósköp óvænt og ósköp sárt, sérstaklega fyrir nokkrar sálir sem eru mér svo ósköp kærar.
laugardagur, 14. júlí 2007
kollgáta
"Hvert ertu að fara með mig?" spyr litla undrið vafið inn í stórt bleikt ullarsjal sem ég keypti á tíu krónur í Rauðakrossbúð, ástfangin í Kaupmannahöfn. "Inn í Skóg." svara ég og loka bílhurðinni. Hún er enn í svefnrofanum og sofnar líklegast aftur. "Skógurinn" er Tunguskógur, fallegur staður þar sem dóttir mín fær Rousseauískt náttúruuppeldi á meðan ég stunda þjónustustörf á Hótel Ísafirði. Mér finnst erfitt að kveðja hana á morgnanna en sú togstreita er líklega hluti af hinu eilífa samviskubiti sem fylgir því að vera foreldri. Maður getur alltaf gert betur...
Eftir að eldheitir sólargeislar hafa teygt anga sína inn um gluggann og vakið mig - á undan klukkunni sem er stillt á 6:45 - eyði ég smá tíma í að gera ekki neitt, liggja og horfa á loftið í herberginu eða þá horfi ég út um gluggann á himininn og fjöllin í kring. Þetta sumar, með öllum sínum þurrki og sólskini er á góðri leið með að breyta ákveðnum hluta Vestfjarða, í það minnsta tilteknum fjöllum, í stað sem minnir á Afganistan eða aðra eyðimörk. Ekki það að ég hafi nokkurn tíman komið á slíkan stað en hitinn og þögnin leggjast á eitt um að skapa þessa tilfinningu. Í svona tíð sést hvað Þorfinnur er æfagamall, hann er eins og frumbyggi á sléttum Ástralíu sem horfir með skorpna húð til sólar, gamall, vitur og æðrulaus. Mig langar til að spyrja hann spjörunum úr, um allt sem leitar á sinni mitt þessa dagana. Auðvitað verður fátt um svör, ekkert endurkast. Gleypir bara spurninguna, sýgur hana í sig í gegnum klettaskorurnar. "Þú hefur lykilinn" sagði ein mér kær í gær. Ætli hún hafi ekki átt kollgátuna.
Eftir að eldheitir sólargeislar hafa teygt anga sína inn um gluggann og vakið mig - á undan klukkunni sem er stillt á 6:45 - eyði ég smá tíma í að gera ekki neitt, liggja og horfa á loftið í herberginu eða þá horfi ég út um gluggann á himininn og fjöllin í kring. Þetta sumar, með öllum sínum þurrki og sólskini er á góðri leið með að breyta ákveðnum hluta Vestfjarða, í það minnsta tilteknum fjöllum, í stað sem minnir á Afganistan eða aðra eyðimörk. Ekki það að ég hafi nokkurn tíman komið á slíkan stað en hitinn og þögnin leggjast á eitt um að skapa þessa tilfinningu. Í svona tíð sést hvað Þorfinnur er æfagamall, hann er eins og frumbyggi á sléttum Ástralíu sem horfir með skorpna húð til sólar, gamall, vitur og æðrulaus. Mig langar til að spyrja hann spjörunum úr, um allt sem leitar á sinni mitt þessa dagana. Auðvitað verður fátt um svör, ekkert endurkast. Gleypir bara spurninguna, sýgur hana í sig í gegnum klettaskorurnar. "Þú hefur lykilinn" sagði ein mér kær í gær. Ætli hún hafi ekki átt kollgátuna.
föstudagur, 13. júlí 2007
Amen
Hinn eilífi désk. kvíðahnútur, Amen.
Rígbundinn og margvafinn rembihnútur, pikkkfastur. Stækkar og fitnar og breiðir úr sér eins og púkinn á fjósbitanum. Ég kann svo sem að næra hann, það er ekki það. Og náttúran, maður situr bara uppi með sjálfan sig - svo stór er skammturinn.
Kláraði fyrstu jólabók sumarsins í gær, auðlesna skáldsögu eftir vestfirskt Nýhil-skáld. Skítsæmileg. Klappa mér á öxlina fyrir það. Muna að klappa sér á öxlina, þá minnkar púkinn. Er strax byrjuð á annarri, það róar púkaskrattann. Klappiklapp.
Þessi vísnagáta er góð:
Shake it!
Don't break it!
It took your mama
nine months to make it!!
Og leggið nú hausinn í marineringu.
Að eilífu...
Rígbundinn og margvafinn rembihnútur, pikkkfastur. Stækkar og fitnar og breiðir úr sér eins og púkinn á fjósbitanum. Ég kann svo sem að næra hann, það er ekki það. Og náttúran, maður situr bara uppi með sjálfan sig - svo stór er skammturinn.
Kláraði fyrstu jólabók sumarsins í gær, auðlesna skáldsögu eftir vestfirskt Nýhil-skáld. Skítsæmileg. Klappa mér á öxlina fyrir það. Muna að klappa sér á öxlina, þá minnkar púkinn. Er strax byrjuð á annarri, það róar púkaskrattann. Klappiklapp.
Þessi vísnagáta er góð:
Shake it!
Don't break it!
It took your mama
nine months to make it!!
Og leggið nú hausinn í marineringu.
Að eilífu...
þriðjudagur, 10. júlí 2007
Heimasveit
"Vá! Fjöllin hér eru næstum eins og í Himalaya" sagði besta vinkona Buddah þegar hún kom í Vestrið villta í fyrsta sinn. "Jú,jú, hver miðar við sína heimasveit" sagði ég og við röltum saman um holóttar götur og fílosóferuðum um skotveiðar og önnur andans mál.
Hún kom aftur, og í þetta skipti í kompaníi við undraveruna litlu og sjóarastrák af sveitaættum. Mikið varð ég glöð þegar risafyglið lennti. Brosti hringinn og tók á móti þeim með útbreiddan faðminn. Litla veran var feimin í fyrstu og sagði "hæ mamma, ég er í bleikum kjól og mig langar í kókómjólk með kisa að sparka bolta á."
Svo gott að eiga langt og gott helgarfrí, skjóta rótum og ganga á fjöll. Sigla sinn sjó í trillu - í félagsskap við skipsstráka, suma með kaskeiti og aðra með bokku. Vefja sig inn í ullarteppi frá Sambandinu. Sú litla söng hástöfum frumsamin lög meðan við sigldum út fjörðin. Kannski verður hún trúbador eins og mamman...
Hún kom aftur, og í þetta skipti í kompaníi við undraveruna litlu og sjóarastrák af sveitaættum. Mikið varð ég glöð þegar risafyglið lennti. Brosti hringinn og tók á móti þeim með útbreiddan faðminn. Litla veran var feimin í fyrstu og sagði "hæ mamma, ég er í bleikum kjól og mig langar í kókómjólk með kisa að sparka bolta á."
Svo gott að eiga langt og gott helgarfrí, skjóta rótum og ganga á fjöll. Sigla sinn sjó í trillu - í félagsskap við skipsstráka, suma með kaskeiti og aðra með bokku. Vefja sig inn í ullarteppi frá Sambandinu. Sú litla söng hástöfum frumsamin lög meðan við sigldum út fjörðin. Kannski verður hún trúbador eins og mamman...
fimmtudagur, 5. júlí 2007
frændi
Og þá birtist frændi. "Hæ, ertu með lykla? Mig langar svo að leggjast í sófann og sofna með teppi." Já og júbbí! Gott að eiga frændur og gott að fá kompaní í kastalann hvíta. Þessi frændi á meira að segja vita. Drekka saman öl og borða ostaköku, spjalla og flissa, þegja og horfa á Þorfinn. Annar frændi, öllu fjarskyldari er að sigla hingað trillu að sunnan. Ekki amalegt það! Og þriðji frændinn, líka fjarfrændi, að fara að gifta sig 07.07.07. Gott hjá þeim að gugna ekki. Fallegt að gifta sig á eyri á milli fjalla.
Í fjörunni er álftapar með tvo litla og ljótsæta andarunga. Skyldu þeir líka breytast í H.C. Andersen? Það er orðið að notalegum vana að tékka á þeim áður en ég bruna í vinnuna á morgnanna.
Á morgun kemur yndisveran litla. Hún verður samferða tveimur manneskjum sem báðar hafa lengi átt pláss í hjarta mínu, þótt þær séu sossum nýbúnar að kynnast.
Fríhelgi framundan. Jájájá....
Í fjörunni er álftapar með tvo litla og ljótsæta andarunga. Skyldu þeir líka breytast í H.C. Andersen? Það er orðið að notalegum vana að tékka á þeim áður en ég bruna í vinnuna á morgnanna.
Á morgun kemur yndisveran litla. Hún verður samferða tveimur manneskjum sem báðar hafa lengi átt pláss í hjarta mínu, þótt þær séu sossum nýbúnar að kynnast.
Fríhelgi framundan. Jájájá....
miðvikudagur, 4. júlí 2007
vökva blóm
Í dag er ekki sól og það er ágætt. Allt í rólegheitum og ég man hver ég er. Ég er hér. Engir vindar að sunnan sem rugla mann í ríminu. Bara austurrísk stelpa í bláum stuttermabol sem vökvar blóm af stóískri ró. Sjósund sem kælir og svefn í fjallakyrrð. Derrida nær ekki hingað. Bráðum kemur Funuskott, það verður gott.
þriðjudagur, 3. júlí 2007
Takk
"Pétur Jónataaanssooon, barababamm (dillidill)
þeta bréf er til þíhííín.
Herra Pétur Jónaaatansson
þú ert ei lengur ááástin mín.
Ég orðin er leið á að veeera (tja tja tja)
bara brúðan þííín,
barmafuuullur er biiikarinn
og þreeeeyyytt er sála mín
barabbaa dúramm, dúræ....." (New Yorker!)
Og Bibi fór á saltfiskball og það var gaman. Villi Valli, Tómas R. og Jóhanna söngfugl standa fyrir sínu. Gaman að tralla og sveifla sér í góðu kompaníi!
Skyldi sá allra herðabreiðasti, minn steinrunni unnusti, breytast í prins sé hann kysstur? Hi, hi, ég tími ekki að prófa. Hann er svo tryggur eins og hann er.
Jájá, ég veit. Rómantíkin alveg hreint að drepa mann hérna.
Það er bara ekki annað hægt í þessari öskrandi fegurð.
Kannski dey ég úr rómantík hahaha!
Viljiði þá jarða mig hér?
Takk.
þeta bréf er til þíhííín.
Herra Pétur Jónaaatansson
þú ert ei lengur ááástin mín.
Ég orðin er leið á að veeera (tja tja tja)
bara brúðan þííín,
barmafuuullur er biiikarinn
og þreeeeyyytt er sála mín
barabbaa dúramm, dúræ....." (New Yorker!)
Og Bibi fór á saltfiskball og það var gaman. Villi Valli, Tómas R. og Jóhanna söngfugl standa fyrir sínu. Gaman að tralla og sveifla sér í góðu kompaníi!
Skyldi sá allra herðabreiðasti, minn steinrunni unnusti, breytast í prins sé hann kysstur? Hi, hi, ég tími ekki að prófa. Hann er svo tryggur eins og hann er.
Jájá, ég veit. Rómantíkin alveg hreint að drepa mann hérna.
Það er bara ekki annað hægt í þessari öskrandi fegurð.
Kannski dey ég úr rómantík hahaha!
Viljiði þá jarða mig hér?
Takk.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)